Skip to main content
Frétt

Stelpur með hreyfihömlun geta meira en þær vita

By 27. ágúst 2009No Comments


Segir Embla Ágústdóttir heimsmethafi í flugsundi og mest hreyfihamlaða sundkona sem hefur æft til þessa hérlendis. Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir hreyfihamlaðar stelpur á aldrinum 10-15 sem hún hefur skipulagt með nokkrum öðrum hefst brátt.

Í Morgunblaðinu 25. ágúst sl. er viðtal við Emblu þar sem hún segir að ,,Það var í janúar að ég fór að hugsa um svona námskeið. Þá var ég nýbúin að halda fyrirlestur fyrir foreldra fatlaðra barna og ein móðirin kom til mín og sagði að það vantaði svona námskeið fyrir hreyfihamlaða krakka,“ .

Embla vann að undirbúningi að málinu með einni stúlku sem er með meistragráðu í leiklist fyrir félagslega uppbyggingu, annarri sem stundar nám í þroskaþjálfun og þeirri þriðju sem hafði reynslu af því að vinna með börnum og unglingum með hreyfihömlun. Hópurinn leitaði styrkja víða og fengu tvo veglega styrki til námskeiðahaldsins, frá Evrópu unga fólksins og Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur og var það mikil hvatning.

Viðtal við Emblu í Morgunblaðinu

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir hreyfihamlaðar stelpur 10-15 ára

Í auglýsingu frá hópnum kemur meðal annars fram að um sjálfstyrkinganámskeið fyrir hreyfihamlaðar stelpur á aldrinum 10-15 ára sé að ræða. Á námskeiðinu verði kennd leiklist og tjáning. Auk þess verði farið á hestbak, í óvissuferðir og margt fleira, góðir gestir muni heimsækja hópinn og þátttakendur takist á við ýmsar áskoranir.

Námskeiðið stendur yfir í þrjá mánuði, frá september og fram í desember, haustið 2009 og verður tvisvar í viku, síðdegis, tvær klukkustundir í senn. Námskeiðið er ókeypis.

Auglýsing um námskeiðið