Skip to main content
Frétt

Stjórnarnefnd lýsir yfir áhyggjum um búsetumál fatlaðra

By 16. nóvember 2009No Comments
Stjórnarnefnd um málefni fatlaðra samþykkti ályktun um búsetumál fatlaðra á fundi sínum þann 25. september sl. Ályktunin ásamt greinargerð var send félags- og tryggingamálaráðherra í október.

Ályktun Stjórnarnefndar um málefni fatlaðra.

Stjórnarnefnd um málefni fatlaðra beinir því til Félags- og tryggingamálaráðherra að nú þegar verði mótuð stefna um markvissa uppbyggingu í búsetuþjónustu við fatlað fólk á Íslandi. Staðan í þessum málaflokki er sú að 185 manns eru á biðlista eftir lögboðinni, nauðsynlegri þjónustu við fatlað fólk sem háð er opinberri þjónustu um daglegt líf sitt. Uppbygging í þessari þjónustu hefur ekki verið í samræmi við þörf undanfarin ár. Á krepputímum er brýnt að standa vörð um þjónustu við fatlað fólk. Stjórnarnefnd lýsir yfir áhyggjum sínum af núverandi stöðu og óttast afleiðingar þess ef ekkert verður að gert.

Samþykkt á fundi Stjórnarnefndar um málefni fatlaðra 25. september 2009.

Halldór Gunnarsson formaður, Gerður A. Árnadóttir, Páll Hilmarsson Lilja Þorgeirsdóttir, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir

Greinargerð nefndarinnar ásamt ályktuninni (word-skjla 13 kb).