Skip to main content
Frétt

Styrkir til félagasamtaka vegna verkefna á sviði félags- og heilbrigðismála

By 19. nóvember 2013No Comments

Umsóknarfrestur er til 4. desember 2013

Auglýst er eftir umsóknum um styrki frá íslenskum félagasamtökum um verkefni sem falla undir verkefnasvið ráðuneytisins, þ.e. á sviði félags- og heilbrigðismála.

Vakin er athygli á að með forsetaúrskurði nr. 72/2013, um skiptingu starfa ráðherra, er málaflokkum velferðarráðuneytisins skipt á milli heilbrigðisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra. Því úthlutar nú hvor ráðherra um sig styrkjum í samræmi við sitt svið.

Veittir eru styrkir til verkefna sem miða að því að veita einstaklingum eða hópum stuðning, fræðslu og ráðgjöf samkvæmt áherslum ráðherra hverju sinni. Styrkjum skal úthlutað til afmarkaðra verkefna og ekki til lengri tíma en eins árs í senn. Styrki má meðal annars veita til verkefna sem felast í því að:

a)      útbúa fræðsluefni og standa fyrir fræðslustarfsemi,
b)     
vera málsvari og standa vörð um hagsmuni félagsmanna,
c)     
bjóða félagsmönnum upp á stuðning og ráðgjöf.

Ekki eru veittir styrkir eingöngu til reksturs.

Styrkir á sviði félagsmála

Auk verkefna- og rekstrarstyrkja eru veittir styrkir til félagasamtaka sem starfa á sviði endurhæfingar, málefna fatlaðs fólks, forvarna og fræðslu og fjölskyldu- og jafnréttismála. Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á verkefni sem miða að því að styrkja og vernda fjölskylduna.

Athygli er vakin á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á umsóknarvef Stjórnarráðsins.

Upplýsingar um reglur og umsóknarform