Skip to main content
Frétt

Styrkur vegna námskostnaðar, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks

By 5. nóvember 2012No Comments
Umsóknarfrestur hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar er til 28. nóvember næstkomandi.

Reykjavíkurborg er heimilt að veita styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda teljist námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk til verkfæra- og tækjakaupa vegna heimavinnu eða sjálfstæðrar starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðu fólki að skapa sér atvinnu.

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar vekur athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr.59/1992 um málefni fatlaðra og reglugerðar nr. 550/1994 um styrki vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra.


Frekari upplýsingar veitir þjónustumiðstöðin í þínu hverfi. Sjá lista yfir þjónusumiðstöðvarnar í frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar reykjavik.is