Skip to main content
Frétt

Svar TR um eftirlitsheimildir

By 21. febrúar 2014No Comments

Samkvæmt breytingum á lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni aldraðra sem tóku gildi frá Alþingi 1. febrúar 2014

Í kjölfar breytinga á almannatryggingalögunum hafa vaknað ýmsar spurningar hjá greiðsluþegum, hagsmunasamtökum og öðrum sem láta sig málið varða. Tryggingastofnun vill koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri.

  • Eingöngu heilbrigðisstarfsmenn stofnunarinnar hafa aðgang að afmörkuðum hluta sjúkraskrár.  Nýju lögin hafa engu breytt hvað þetta varðar. Undir engum kringumstæðum hafa starfsmenn stofnunarinnar aðrir en heilbrigðisstarfsmenn aðgang að þessum upplýsingum jafnvel þó að viðkomandi sæti eftirliti.
  • Tryggingastofnun hefur ekki aðgang að bankayfirlitum einstaklinga.
  • Fram hefur komið í umræðu að lífeyrisþegar sæti sérstöku eftirliti. Haft er eftirlit með öllum útgreiðslum hjá TR hvort heldur sem um greiðslur til lífeyrisþega eða annarra greiðsluþega er að ræða.
  • Vakni rökstuddur grunur um að greiðslur eigi ekki rétt á sér vegna rangra upplýsinga eru greiðslur aldrei stöðvaðar fyrirvaralaust. TR sendir greiðsluþega alltaf bréf og veitir greiðsluþega frest til að andmæla og skila inn nýjum gögnum.
  • Tryggingastofnun aflar ekki meiri gagna en nauðsyn krefur til að ákvarða réttindi. Hér fyrir neðan eru listaðar upp stofnanir[1] sem TR getur sótt upplýsingar til og í hvaða tilgangi.
  • Sjá nánari upptalningu í frétt á heimasíðu TR um hvert stofnunin má leita upplýsinga til, ásamt svari TR við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um bótasvik.