Skip to main content
Frétt

Svar TR við frétt um skerðingu bóta vegna búseturéttar

By 12. apríl 2012No Comments

Samningur er við EES löndin, Norðurlönd, Kanada, Bandaríkin og Sviss sem eiga að tryggja áunnin réttindi aðrir þurfa að sækja rétt sinn sjálfir.

Á heimasíðu Tryggingastofnunar er svar við frétt RÚV-sjónvarps þann 10. apríl sl.  Þar segir að samkvæmt lögum um almannatryggingar nr. 100/2007, miðast fullur réttur við 40 ára búsetu á Íslandi á aldursbilinu 16 – 67 ára. Sömu reglur gilda um þá sem eru Íslendingar að uppruna og hafa verið búsettir erlendis og fólk af öðrum uppruna sem er búsett hér.

Ísland hefur gert samninga við nokkur lönd, þ.e. EES löndin, Norðurlönd, Kanada, Bandaríkin og Sviss sem eiga að tryggja að fólk geti flutt milli samningslanda og starfað þar án þess að missa áunnin réttindi.

Fyrir þá sem hafa verið búsettir í löndum utan samninga er engin trygging fyrir réttindum. Fólk frá þeim löndum þarf að sækja hugsanlegan rétt þar sjálft.