Skip to main content
Frétt

Tæplega helmingur öryrkja neitar sér um læknisþjónustu

By 6. janúar 2014No Comments

Alvarleg staða segir formaður ÖBÍ í sjónvarpsfréttum RÚV 4. janúar.

Í nýrri rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands kemur fram að tæplega helmingur öryrkja neiti sér um læknisþjónustu vegna bágrar fjárhagsstöðu.

Ellen Calmon, formaður ÖBÍ , segir að þessar niðurstöður séu í samræmi við þær upplýsingar og tilfinningu sem starfsfólk ÖBÍ hafi um ástandið. Hér sé um grafalvarlegt mál að ræða þegar svo stór hópur hefur ekki efni á slíku en jafnframt ekki efni á mat hluta mánaðar, kaupum á lyfjum, fara í aðgerðir eða geðlæknaviðtöl svo dæmi séu tekin. Nú nýjast sé auknum kostnaði í sjúkraþjálfun velt á þennan hóp sem mun draga enn úr að þessi hópur geti nýtt sér þá þjónustu sem skerðir lífsgæði enn frekar.

Kristján Júlíusson, heilbrigðisráðherra, tekur undir að staðan sér alvarlega. Unnið sé að endurskoðun á greiðsluþátttöku sjúklinga en þeirri vinnu verði ekki lokið á þessu ári 2014.

Frétt RÚV í heild

Landlæknir hefur áhyggjur af aukinni kostnaðarþátttöku

Geir Gunnlaugsson, landlæknir var gestur Morgunútvarpsins 6. janúar og sagði hann meðal annars þetta:  „Ég er almennt á því að við þurfum að stíga varlega til jarðar hvað þetta varðar,“ sagði hann um aukna kostnaðarþátttöku sjúklinga. „Við þurfum stöðugt að velta fyrir okkur hvert þol fjölskyldna og einstaklinga er varðandi kostnað við heilbrigðisþjónustu, en þetta er stórt mál, mikilvægt mál og við sem þjóð þurfum stöðugt að spyrja okkur hvað við viljum hafa öryggisnetið þétt riðið hvað þetta varðar.“

Viðtalið í heild hjá RÚV