Skip to main content
Frétt

Táknmálsviðmót á heimasíðu TR

By 9. febrúar 2009No Comments
Á heimsíðu TR hefur verið komið upp táknmálsviðmóti fyrir heyrnarlausa sem veitir upplýsingar um suma málaflokka sjúkra- og almannatrygginga.
 

Það sem fært hefur verið yfir á táknmálsviðmótið eru inngangsupplýsingar um slysatryggingar, réttindi og þjónustuþætti er snúa að foreldrum og börnum, upplýsingar um örorku og ellilífeyri, upplýsingar um eyðublöð, upplýsingar um þjónustuleiðir Tryggingastofnunar og hvar hægt er að koma ábendingum á framfæri við Tryggingastofnun.