Skip to main content
Frétt

Tannlæknadeild HÍ býður börnum 0-17 ára fría þjónustu

By 3. febrúar 2014No Comments

Börn með fötlun eru sérlega velkomin

Tannlæknadeild Háskóla Íslands kynnir tannlæknisþjónustu Tannlæknadeildar við almenning.

Börnum (0-17 ára) er boðin ókeypis skoðun og greining á munnheilsu. Ef svo vill til að það barn sem kemur í skoðun þarf meðferð. Þá bjóða tannlæknastúdentar á 5. og 6. ári upp á meðferð sem einnig er ókeypis.

Börn með fötlun eru sérlega boðin velkomin, því Tannlæknadeild vill gjarnan veita nemendum sínum enn frekari tækifæri til að þjálfast í umönnun barna með sérþarfir.

Tímapantanir eru í síma 525-4850