Skip to main content
Frétt

Tannlækningar barna – foreldrar greiða 2.500 SÍ allan annan kostnað

By 22. maí 2013No Comments

Skrá þarf heimilistannlækni og panta tíma hjá tannlækni fyrir 18 ára afmælið

Þann 15. maí tók samningur Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Tannlæknafélags Íslands um tannlækningar barna yngri en 18 ára gildi. Markmið samningsins er að börn yngri en 18 ára fái nauðsynlega tannlæknaþjónustu óháð efnahag foreldra. Kerfið verður innleitt í nokkrum þrepum, og gildir í upphafi fyrir 15, 16 og 17 ára börn, frá 1. september næst komandi einnig fyrir 12, 13 og 14 ára börn. Sjá töflu hjá SÍ um hvenær aðrir hópar bætast inn í samninginn.

Þau börn sem samningurinn tekur ekki til strax eiga áfram rétt á greiðsluþátttöku vegna tannlæknakostnaðar í samræmi við endurgreiðslugjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands.

Foreldrar greiða 2.500 krónu komugjald SÍ allt annað

Tannlækningar barna verða greiddar að fullu af SÍ fyrir utan 2.500 kr. komugjald sem greiðist í upphafi hvers 12 mánaða tímabils.

Skrá þarf heimilistannlækni – panta tíma fyrir 18 ára afmælisdaginn

Frá 1. júní nk. verður, samkvæmt samningnum, forsenda fyrir greiðsluþátttöku SÍ að barn sé skráð hjá heimilistannlækni. Skráningin er einföld í framkvæmd og geta foreldrar/forráðamenn skráð börn sín í Réttindagátt – mínar síður.

SÍ vekur athygli á að réttur til þjónustu samkvæmt samningnum fellur niður við 18 ára aldur (afmælisdag einstaklingsins).  Því er mikilvægt fyrir þá einstaklinga sem hafa hug á að nýta sér þjónustuna og verða 18 ára á fyrstu vikum eftir gildistöku samningsins að bóka tíma sem fyrst hjá tannlækni.


Sjá nánar á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands, sjukra.is