Skip to main content
Frétt

Tekjuáætlun 2013

By 29. nóvember 2012No Comments

Nú geta lífeyrisþegar skoðað og lagað tillögu Tryggingastofnunar að tekjuáætlun 2013 inn á, Mínar síður, fram til 12. desember. Um er að ræða tillögu TR að tekjuáætlun. Í janúar fá lífeyrisþegar senda greiðsluáætlun fyrir árið 2013 sem tekur mið af þeirri tekjuáætlun sem liggur fyrir.

Mikilvægt er að lífeyrisþegar kynni sér þessa tillögu og leiðrétti tekjuáætlunina ef þörf er á, en það er alltaf á ábyrgð lífeyrisþega að hún sé rétt. Það er einfalt og þægilegt að skoða og breyta tekjuáætlun á Mínum síðum. Við innskráningu þarf kennitölu og veflykil ríkisskattstjóra eða rafræn skilríki á debetkortum frá bönkunum.

Ef veflykill hefur glatast er hægt að nálgast nýjan á næstu skattstofu eða fá hann samstundis í heimabanka. Ef það hentar geta lífeyrisþegar veitt öðrum umboð til þess að sinna sínum málum á Mínum síðum.

Lífeyrisþegar sem ekki eru virkir á Mínum síðum geta fengið tekjuáætlunina senda heim á pappír ef þess er óskað með því að hafa samband við þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar eða umboð um land allt.

  • Upplýsingar um þjónustuleiðir er að finna á heimasíðu TR

Tekjuáætlun er forsenda greiðslna Tryggingastofnunar og það er á ábyrgð lífeyrisþega að hún sé vönduð. Rétt tekjuáætlun kemur í veg fyrir óþægindi sem skapast þegar lífeyrisþegar fá ekki réttar greiðslur.

Við gerð tekjuáætlunar er ágætt að hafa eftirfarandi í huga:

  • Allar skattskyldar tekjur hafa áhrif.
  • Fjármagnstekjur breytast oft á milli ára.
  • Breyttar aðstæður, t.d. hjúskaparbreyting eða andlát maka.

Starfsfólk þjónustumiðstöðvar Tryggingastofnunar og umboða um land allt veitir fúslega ráðgjöf og aðstoð við gerð tekjuáætlunar.

  • Nánar um útfyllingu tekjuáætlunar á heimasíðu TR