Skip to main content
Frétt

Tekjuáætlun TR fyrir 2010

By 11. desember 2009No Comments
Tekjuáætlun TR vegnar ársins 2010 er komin inn á þjónustuvefinn www.tryggur.is en hún er ekki send út á pappírsformi að þessu sinni fyrir jól. Hægt er að breyta tekjuáætlun vegna janúargreiðslu 2010 fram til 14. desember nk.

Breyta má tekjuáætlun vegna janúargreiðslu 2010, ef vitað er af breytingum til hækkunar eða lækkunar á launa-, lífeyris-, fjármagnstekjum á komandi ári. Einfaldast er að gera leiðréttingar ef þörf er, inn á www.tryggur.is eða hafa samband við næsta umboð, til að fyrirbyggja skekkjur við endanlegt uppgjör sem gert verður 2011. Hvað telst til tekna er upplýst vandlega í leiðbeiningarbæklingi TR

Hægt er að breyta tekjuáætlun vegna janúargreiðslu 2010 fram til 14. desember nk.

Greiðsluáætlun fyrir 2010 berst lífeyrisþegum í janúar

Í janúar sendir TR öllum lífeyrisþegum tekjuáætlun og greiðsluáætlun fyrir árið 2010 heim í pósti. Áætlunin er byggð á upplýsingum um tekjur úr staðgreiðsluskrá það sem af er árinu 2009 fyrir allar tekjur nema fjármagnstekjur. Í tillögunni er miðað við eftirtaldar breytingar á tekjum milli ára:

  • Launatekjur: 2% hækkun
  • Lífeyrissjóðstekjur: 8% hækkun
  • Fjármagnstekjur: 30% lækkun að meðaltali en árið 2008.

Vönduð tekjuáætlun, réttari greiðslur

Mikilvægt er að lífeyrisþegar leiðrétti tekjuáætlunina ef þörf er á. Það er einfalt og þægilegt að skoða og breyta tekjuáætlun á þjónustuvef Tryggingastofnunar www.Tryggur.is. Nota þarf veflykil RSK við innskráningu.

Hvað er veflykill, hvar fæst hann?

Veflykill er sú stafa- og talnaruna sem allir fá frá skattinum til að vinna skattskýrsluna sína á vefnum. Sá lykill gildir líka fyrir trygg.is.

Ef veflykill hefur glatast er hægt að nálgast nýjan veflykil á næstu skattstofu eða vefnum með því að fara á www.skattur.is smella á týndur veflykill og slá inn kennitölunni sinni og merkja við hvort óskað sé eftir að fá veflykilinn samstundis í heimabanka eða í pósti.  Ef hann berst í pósti þarf að slá þeim lykli inn og útbúa sinn eigin, öryggisatriði.

Umboð

Ef það hentar lífeyrisþega betur, getur hann veitt öðrum umboð til þess að sinna sínum málum á þjónustuvefnum tryggur.is,  auðvelt er að eyða því umboði ef aðstæður breytast.

Pappírsútgáfa af tekjuáætlun

Hægt er að fá tekjuáætlunina senda heim á pappír ef þess er óskað með því að hafa samband við Þjónustumiðstöð TR eða umboð þess um land allt. Fólk er þó hvatt til að nýta sér www.trygg.is frekar og spara pappír og sendingarkostnað ef hægt er.

Leiðrétta tekjuáætlun og bráðabirgðaútreikningar

Lífeyrisþegar geta því hvenær sem er leiðrétt tekjuáætlun sína rafrænt á vefnum www.tryggur.is og innan örfárra vikna verður hægt að fá bráðabirgðaútreikning á greiðslum samstundis. Sambærilegt við bráðabyrgðarútreikning á sköttum.