Skip to main content
Frétt

Tekjuskerðingarmörk vegna húsaleigubóta hækkuðu um 12,5% um áramótin

By 23. janúar 2012No Comments

úr því að tekjumörk fjölskyldutekna var 2 milljónir en verður 2,25 milljónir.

Í frétt á heimasíðu velferðaráðuneytisins segir meðal annars að samkvæmt breytingunni sem tóku gildi 1. janúar 2012,

 „skerðast húsaleigubætur óháð fjölskyldustærð í hverjum mánuði um 1% af árstekjum umfram 2,25 milljónir króna.

Grunnfjárhæð húsaleigubóta á hverja íbúð er 13.500 krónur á mánuði. Að auki bætast við 14.000 krónur fyrir fyrsta barn, 8.500 krónur fyrir annað og 5.500 krónur fyrir þriðja. Til viðbótar koma 15% þess hluta leigufjárhæðar er liggur bilinu 20.000–50.000 krónur.Húsaleigubætur geta mest orðið 46.000 krónur á mánuði, þó aldrei hærri en 50% af leigufjárhæð.“  

Fréttin í held á heimasíðu velferðarráðuneytisins