Skip to main content
Frétt

Tekur þú lyf? – Breytingar á greiðsluþáttöku í lyfjakostnaði.

By 4. janúar 2010No Comments
Beinvernd, Frumtök, Hjartaheill og Lyfjafræðingafélag Íslands taka höndum saman að veita upplýsingar um þær miklu breytingar á greiðsluþáttöku Sjúkratrygginga Íslands í lyfjakostnaði sem urðu frá 1. janúar 2010.

Markmiðið með þessum breytingum er sparnaður í heilbrigðiskerfinu. Notkun lyfja er stýrt yfir í ódýrasta lyfið í hverjum lyfjaflokki og því ber lækninum þínum að breyta lyfjagjöf þinni til samræmis við nýjar reglur.

Til að koma til móts við þann hóp sem af einhverjum ástæðum getur ekki notað ódýrasta lyfið hafa Sjúkratryggingar Íslands gefið út leiðbeiningar varðandi útgáfu lyfjaskírteina.

Ítarlegar upplýsingar um þessar breytingar má finna á heimasíðu Lyfjafræðingafélags Íslands. (heimsíða þeirra opnast í nýjum glugga)