Skip to main content
Frétt

Þarftu að breyta tekjuáætlun 2014?

By 5. desember 2013No Comments

Það er hægt að breyta tekjuáætlun vegna janúargreiðslu til 9. desember.

Nú geta lífeyrisþegar skoðað og lagað tillögu Tryggingastofnunar að tekjuáætlun 2014 inná Mínar síður á tr.is.

Hægt er að breyta tekjuáætlun vegna janúargreiðslu til 9. desember. Um miðjan janúar birtist greiðsluáætlun fyrir árið 2014 inn á Mínum síðum, sem tekur mið af þeirri tekjuáætlun sem liggur fyrir.

Lífeyrisþegar sem ekki eru virkir á Mínum síðum geta pantað að fá greiðsluáætlun og tekjuáætlun senda heim í gegnum hnapp á vef Tryggingastofnunar www.tr.is og á þjónustustöðum Tryggingastofnunar um land allt.  Bréfið verður sent á lögheimili fyrir 1. febrúar. Símanúmer TR er 560-4400.

Sjá nánar um tekjuáætlun 2014 í nýrri frétt á tr.is http://www.tr.is/tryggingastofnun/frettir/nr/1456