Skip to main content
Frétt

„Þeir sem eru í erfiðustu stöðunni eiga að hafa forgang“

By 19. nóvember 2014No Comments

segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra varðandi umræðu um túlkaþjónustu fyrir döff fólk í Kastljósi í gærkvöldi. 

Umfjöllun um túlkaþjónustu í Kastljósi þriðjudaginn 18. nóvember.

Menntamálaráðherra kveðst ekki hafa séð viðtalið við systurnar Snædísi og Áslaugu Hjartardætur í Kastljósi í fyrradag vegna þess að hann var staddur í Kaupmannhöfn og því geti hann ekki brugðist við skilaboðunum sem systurnar sendu honum í þættinum. 

Í skilaboðunum fólst ákall um að bæta við túlkaþjónustu handa þeim og fleirum sem glíma við samþætta sjón og heyrnarskerðingu. Snædís birti svo skoðun sína á Facebook á viðbrögðum Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra sem tekið var símaviðtal við í Kastljósþættinum í gær:

„Ekki botna ég í menntamálaráðherra, þó svo að það sé skiljanlegt að vilja þvo hendurnar eftir eitthvert klúður. Í fyrsta lagi neitaði hið opinbera að bæta á sjóðinn áður en hann tæmdist þótt allir vissu nokkurn veginn hvenær hann myndi klárast. Þar að auki kom viðbótin rúmum mánuði eftir klúðrið mikla og alls konar hlutir hafa gerst á þeim tíma sem koma ekki aftur. Í öðru lagi er tal um forgangsröðun mjög vafasamt þar sem bakkabræður einir myndu panta sér túlka til þess eins að fá túlka(ekki að láta túlka fyrir sig, bara hafa þá hjá sér). Það er ekki neins að ákveða hverjir eiga rétt á túlkun umfram aðra, það má aðeins skipuleggja þjónustuna þannig að allir sem þurfa fái sinn sanngjarna skerf. Hvað fjármunina varðar þá er spurningin frekar hvernig við skiptum samfélagslegum gæðum milli okkar, hvort vegur meira þjónusta sem stuðlar að eðlilegri og sjálfsagðri þáttöku í samfélaginu eða munaði sem hugsanlega á rétt á sér en er kannski ekki nauðsynlegur. Ég segi bara fyrir mig að ég er ekki tilbúin að lifa í búri þar sem allar pantarnir til Samskiptamiðstöðvar lenda í einhverja forgangsröð sem á víst eftir að valda því að ég eigi bara rétt á sumum útgáfum af samskiptum við annað fólk!,“ segir Snædís.

Einnig birti Freyja Haraldsdóttir skoðun sína á ummælum Illuga á heimasíðu sinni þar sem hún segir m.a.:
„Hvernig eigum við að forgangsraða þér, Illugi? Ef þú yrðir döff á morgun? Og Sigmundur Davíð jafnvel líka. Hvor ykkar á að ganga fyrir? Eigum við að ákveða að þið getið fengið túlk á fundum í ráðuneytinu? Eða kannski bara í þingsalnum? En ekki þegar þið fáið ykkur að borða í matsalnum? Ætlar þú að sleppa því að hafa túlk í utanlandsferðum til þess að geta fengið túlk á ríkisstjórnarfundum?“
http://freyjaharalds.wordpress.com/2014/11/18/hvernig-eigum-vid-ad-forgangsrada-ther-illugi/

Túlkasjóðurinn hafði verið tómur frá í byrjun október en í fyrradag tókst að tryggja framlag til að sinna verkefnum til áramóta. Illugi segist styðja bætta túlkaþjónustu, en lofar þó ekki auknum fjárframlögum. Á norðurlöndunum fær sami hópur mun betri þjónustu í sínu daglega amstri en hér á Íslandi.