Skip to main content
Frétt

Þín minning lifir …

By 22. janúar 2010No Comments
Öryrkjabandalag Íslands stóð fyrir gjörningi, táknrænni athöfn við Alþingishúsið í dag kl. 16.00. Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ, lagði krans á tröppur þinghússins til að vekja athygli á því að niðurbrot velferðarkerfisins er hafið. Á borða kransins stóð:

Þín minning lifir. Niðurbrot velferðarkerfisins er hafin.

ÖBÍ stóð fyrir þessum gjörningi til að minna á ályktun þá sem samþykkt var af aðalstjórn ÖBÍ þann 20. janúar sl., þar sem m.a. var mótmælt þeim „…kjaraskerðingum sem felast í því að aftengja lög er tryggja hækkun lífeyris miðað við vísitölu en halda verðtryggingu lána…“ einnig var mótmælt „…þeirri breytingu á lögum er gera Úrskurðarnefnd almannatrygginga kleift að beita aðfararhæfi gegn þeim er Tryggingastofnun ríkisins telur sig hafa ofgreitt.“