Skip to main content
Frétt

Þingmaður og svarið er…

By 21. mars 2013No Comments

Framboð til Alþingiskosninga 2013 sitja fyrir svörum á fundi ÖBÍ 13. apríl á Hilton Reykjavík.

Vilt þú spurja framboðin um kjaramál öryrkja? Auglýsing. Þingmaður og svarið er?

Nú er kallað eftir efni frá fólki út í bæ, sem þessi mál brenna á.

Sendu spurningu um þennan tengil.

Undirbúningur fyrir fundinn er í fullum gangi og boðsbréf verið send öllum framboðum sem bjóða munu fram á landsvísu og komnir eru með listabókstaf. Með boðsbréfinu fylgdu fimm spurnignar varðandi kjaramál öryrkja sem Kjarahópur ÖBÍ hefur tekið saman.

Tengill á bréfið ásamt spurningum.


Baráttufundur ÖBÍ um kjör öryrkja, 13. apríl

„…Þingmaður og svarið er?“

Ætla framboðin að rétta hlut öryrkja?

Laugardaginn 13. apríl 2013 kl. 14.00-16.30,

á Hilton Reykjavík Nordica, A+B sal, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík,

Vegna ítrekaðra yfirlýsinga um að lágtekjuhópar hafi notið sérstaks forgangs á síðustu fjórum árum vekur ÖBÍ athygli á að þetta á ekki við um öryrkja. Frá því í janúar 2009 hafa kjör öryrkja versnað og tekjur þeirra haldið áfram að dragast aftur úr tekjum annarra, en þeir höfðu einnig sætt umtalsverðri kjarskerðingu á tímum góðæris.

Öryrkjabandalag Íslands boðar til opins fundar með fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis 2013. Rætt verður hvernig frambjóðendur sjá fyrir sér kjör öryrkja á komandi árum.

ÖBÍ hvetur alla sem áhuga hafa á málefninu til að mæta á fundinn.

Dagskrá

Framsöguerindi: Guðmundur  Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, fjallar um kjör öryrkja frá hruni.

Kaffihlé

Fulltrúar framboða til Alþingiskosninga 2013 sitja fyrir svörum.

Fundarstjóri: Sigríður Jóhannsdóttir

Tónmöskvi, táknmáls- og rittúlkun í boði

Allir velkomnir!

Bein útsending verður af heimasíðu ÖBÍ, www.obi.is