Skip to main content
Frétt

Þjónustusvæði og félagsþjónustur sem sinna munu málefnum fatlaðra eftir yfirfærslu um áramót.

By 16. desember 2010No Comments
Þá munu svæðisskrifstofur um málefna fatlaðra loka og þjónustan færist á þeirra hendur.

Um áramótin mun þjónusta málefna fatlaðra flytjast frá ríki til sveitarfélaga, eins og flestum mun ljóst.

Samkvæmt frumvarpi til laga um málefni fatlaðra, sem nú er til afgreiðslu á Alþingi, er landinu skipt í þjónustusvæði og er miðað við að á hverju þjónustusvæði séu að lágmarki 8.000 íbúar. Undanþágu frá þeirri stærð getur ráðherra veitt sem byggir þá á landfræðilegum aðstæðum en jafnframt verður það sveitarfélag að sýna fram á getu til að veita þá þjónustu í samræmi við ákvæði laganna.

Einnig er orðið ljóst að eftirtaldar félagsþjónustur sveitarfélaga muni sinna þeim málefnum sem áður voru unnin frá Svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra. Þar getur fólk leitað upplýsinga varðandi sín mál.