Skip to main content
Frétt

Þráinn Bertelsson verður fulltrúi Borgarahreyfingarinnar í pallborði, þann 15. apríl

By 14. apríl 2009No Comments

Breyting hefur orðið á áður útsendri auglýsingu varðandi lokafund ÖBÍ og Þroskahjálpar í fundaröðinni Verjum velferðina!


Fyrir hönd Borgarhreyfingarinnar mun Þráinn Bertelsson sitja fyrir svörumum í pallborði um áherslur og forgangsröðun í velferðarmálum. Fundurinn verður haldinn í Gullteig, Grand hóteli Reykjavík, miðvikudaginn 15. apríl kl. 20.00-22.00.

Þetta er sjötti og síðasti fundurinn í fundaröðinni Verjum velferðina! sem haldinn er af Öryrkjabandalagi Íslands og Landssamtökunum Þroskahjálp í aðdraganda Alþingiskosninga 2009.          

Forsvarsmenn þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram á landsvísu í Alþingiskosningunum þann 25. apríl svara spurningunni, Hvernig ætlar þinn flokkur að verja velferðina?

Frummælendur
Frummælendur á fundinum verða þau,

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstri grænna
Bjarni Benediktsson, alþingismaður og formaður Sjálfstæðisflokksins
Guðjón Arnar Kristinsson, alþingismaður og formaður Frjálslyndaflokksins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Pallborðsumræður
Pallborðsumræður verða að loknum framsögum, þar sem frummælendum og fulltrúi Borgarahreyfingarinnar, Þráinn Bertelsson ásamt forsvarsmönnum ÖBÍ og Landssamtakanna Þroskahjálp sitja fyrir svörum.

Fundurinn verður eins og fyrr segir haldinn í Gullteig, Grand hóteli Reykjavík, miðvikudaginn 15. apríl kl. 20.00-22.00.

Mikilvægt er að sem flestir mæti.    Táknmálstúlkar verða á staðnum og tónmöskvakerfi.