Skip to main content
Frétt

Þrjú námskeið í fötlunarfræðum

By 5. ágúst 2010No Comments
Námsbraut í fötlunarfræðum heldur í samstarfi við Endurmenntun HÍ þrjú námskeið í fötlunarfræðum nú í haust.

Sjálfstætt líf og notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA)

Hugmyndafræðin um notendastýrða persónulega aðstoð byggir á sjónarhorni mannréttinda og félagslegum skilningi á fötlun. Kjarni hennar felst í því að fatlað fólk sé við stjórnvölinn í eigin lífi og ákveði sjálft hvaða þjónustu það fær og hvar, hvenær og hvernig hún er veitt og af hverjum.

Skráningarfrestur er til 17. september. Upplýsingar í síma 525 4444

Fötlunarfræði: Helstu hugtök og sjónarhorn

Undanfarna áratugi hefur þróast nýr félagslegur skilningur á fötlun þar sem áhersla er á að skilja þátt umhverfis og menningar í að skapa og viðhalda fötlun. Fötlunarfræði hefur verið einn helsti vettvangur þessarar þróunar ásamt hreyfingu fatlaðs fólks víða um heim.

Skráningarfrestur er til 4. október. Upplýsingar í síma 525 4444

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Fatlað fólk um allan heim hefur búið við skert mannréttindi, mismunun og fordóma. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er ætlað að breyta þessu og tryggja mannréttindi alls fatlaðs fólks; barna, ungmenna og fullorðinna. Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á að kynna sér Samninginn og þýðingu hans fyrir fatlað fólk á Íslandi.

Skráningarfrestur er til 12. nóvember. Upplýsingar í síma 525 4444