Skip to main content
Frétt

Þverpólitísk samstaða hefur náðst um að þróa og útfæra sameiginlegar hugmyndir heildarsamtaka aldraðra og fatlaðra

By 10. maí 2006No Comments
Nú hafa borist svör frá öllum þeim fimm stjórnmálaflokkum sem fulltrúa eiga á Alþingi Íslendinga um samstarf þeirra við Landsamband eldri borgara, Landsamtökin Þroskahjálp og ÖBÍ um breytingar á íslensku velferðarkerfi.

Í vetur störfuðu 56 manns í hópum auk sex sérfræðinga að hugmyndum sem fela m.a. í sér leiðir til bættra kjara öryrkja og eldri borgara, einföldunar á almannatryggingum, eflingu endurhæfingar, einstaklingsmiðaðrar stuðningsþjónustu utan stofnana, notendavænni heilbrigðisþjónustu og aukinnar atvinnuþátttöku. Skýrsluna í heild sinni má finna á heimasíðu ÖBÍ: www.obi.is eða fá hana senda með því að tala við Báru í síma 530 6700 eða netfang bara@obi.is .

Þverpólitísk samstaða hefur nú myndast um að vinna markvisst að breytingum, útfærslu og þróun framkominna hugmynda. Þess er vænst að flokkarnir tilnefni einn fulltúa hver á næstunni og eru tilnefningar þegar farnar að berast. Hugmyndin er að leita samstarfs víðar um tiltekna þætti s.s. við aðila vinnumarkaðarins og forsvarsmenn lífeyrissjóðanna. Markmiðið er að innan eins árs líti dagsins ljós heilsteypt aðgerðaráætlun um virkara velferðarríki. Vonir eru bundnar við að þessi vinna verði hafin yfir alla flokkadrætti. Aldraðir og öryrkjar eiga það skilið.

Nánari upplýsingar veitir Sigursteinn Másson.