Skip to main content
Frétt

Til hamingju með daginn!

By 3. desember 2008No Comments
Í dag, 3. desember, er alþjóðadagur fatlaðra undir kjörorðinu, Virðing og réttlæti fyrir alla!

Í tilefni dagsins eru nokkur aðildarfélög ÖBÍ með dagskrá einnig veitir ÖBÍ Hvatningarverðlaun sín nú síðdegis.

Morgunverðarfundur Ás styrktarfélags

Dagurinn hófst með morgunverðarfundi Ás styrktarfélags, um könnun á högum fólks með þroskahömlun 45 ára og eldra. Kynnt var íbúaskýrsla og starfsmannaskýrsla.

Þórsteinssjóður

Þórsteinssjóður, sjóður Blindravinafélags Íslands, úthlutar úr sjóði sínum í dag og fer afhending styrkja fram í Háskóla Íslands. Tilgangur Þórsteinssjóðs er í fyrsta lagi að styrkja blinda og sjónskerta til náms við Háskóla Íslands. Í öðru lagi er markmið sjóðsins að efla rannsóknir á fræðasviðum sem aukið geta þekkingu á blindu og skertri sýn, einkum í félags- og hugvísindum.

Í ár verða veittir námsstyrkir til blindra eða sjónskertra stúdenta sem stunda nám eða hyggja á nám við Háskóla Íslands. Styrkurinn er fyrir háskólaárið 2009-2010. Heildarfjárhæð úthlutaðra styrkja er kr. 1.000.000

Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2008

Hvattningarverðlaun ÖBÍ 2008 eru veitt í þrem flokkum til fyrirtækis, stofnunar og einstaklings, sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðra í samfélaginu. Verðlaunaafhendingin fer fram í Salnum í Kópavogi kl. 18.00 í dag.

Fleiri félög hafa verið með uppákomur síðastliðna daga í tengslum við 3. desember má þar nefna Ný-ung ungliðahreyfingu Sjálfsbjargar, sem var í Smáralindinni laugardaginn 29. nóvember með ýmsar uppákomur undir kjörorðunum „Virðing og jafnrétti fyrir alla!