Skip to main content
Frétt

Tilkynnt um breytingu á lífeyri 1700 örorkulífeyrisþega

By 5. september 2007No Comments
9 lífeyrissjóðir hafa framkvæmt tekjukönnun sem hefur í för með sér breytingu á lífeyri 1700 örorkulífeyrisþega.

ÖBÍ beinir þeim tilmælum til þeirra einstaklinga sem hafa fengið bréf frá Greiðslustofu lífeyrissjóða, þar sem tilkynnt er um afnám eða skerðingu örorkulífeyrisgreiðslna, að senda afrit af bréfi Greiðslustofunnar til skrifstofu ÖBÍ, Hátúni 10, 105 Reykjavík.

Verið er að afla nánari upplýsinga um aðgerðir lífeyrissjóðanna og réttarstöðu þeirra sem fyrir skerðingu eða afnámi örorkulífeyrisgreiðslna verða. ÖBÍ mun bregðast við með hliðsjón af því.