Skip to main content
Frétt

Tillögur að tekjuáætlun 2011

By 22. nóvember 2010No Comments

Frétt af heimasíðu TR:

Tillögur að tekjuáætlun 2011 á Tryggur – mínar síður má nú finna tillögur að tekjuáætlun TR, frestur er til 9. desember að gera breytingar. Hægt er að breyta tekjuáætlun vegna janúargreiðslu 2011, frá 19. nóvember – 9. desember. Í janúar sendir Tryggingastofnun lífeyrisþegum tillögu að tekjuáætlun og greiðsluáætlun fyrir árið 2011 heim í pósti.

Mikilvægt er að lífeyrisþegar leiðrétti tekjuáætlunina ef þörf er á.TR auglýsing um tryggur.is

Það er einfalt og þægilegt að skoða og breyta tekjuáætlun á Tryggur – Mínar síður. (Opnast í nýjum vafraglugga) Nota þarf veflykil RSK við innskráningu. Ef veflykill hefur glatast er hægt að nálgast nýjan veflykil á næstu skattstofu eða fá hann samstundis í heimabanka. Ef það hentar geta lífeyrisþegar veitt öðrum umboð til þess að sinna sínum málum á Tryggur – Mínar síður. Umboð er veitt á Tryggur – Mínar síður.

Viltu fá tekjuáætlunina á pappír?

Hægt er að fá tekjuáætlunina senda heim á pappír ef þess er óskað með því að hafa samband við Þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar eða umboð um land allt.

Tekjuáætlun er forsenda greiðslna Tryggingastofnunar og það er á ábyrgð lífeyrisþega að hún sé vönduð. Rétt tekjuáætlun kemur í veg fyrir óþægindi sem skapast þegar lífeyrisþegar fá ekki réttar greiðslur.

Við gerð tekjuáætlunar er ágætt að hafa eftirfarandi í huga:
  • Allar skattskyldar tekjur hafa áhrif.
  • Fjármagnstekjur breytast oft á milli ára.

Athugið að um tillögu að tekjuáætlun er að ræða og á ábyrgð lífeyrisþega að leiðrétta ef við á. Vönduð tekjuáætlun, réttari greiðslur.

Starfsfólk þjónustumiðstöðvar Tryggingastofnunar og umboða um land allt veita fúslega ráðgjöf og aðstoð við gerð tekjuáætlunar.