Skip to main content
Frétt

Tilnefndir til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2014

By 10. nóvember 2014No Comments

Alls bárust 122 tilnefningar um 75 aðila.

Á alþjóðadegi fatlaðra þann 3. desember næstkomandi veitir Öryrkjabandalag Íslands Hvatningarverðlaun sín, í áttunda sinn. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa stuðlaða að einu samfélagi fyrir alla. Verndari verðlaunanna er Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson. Hönnuður verðlauna er Þórunn Árnadóttir, vöruhönnuður.

Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum, flokki einstaklinga, flokki fyrirtækja/stofnana og flokki umfjöllunar/kynningar. Eftirtaldir hlutu tilnefningu:

Í flokki einstaklinga:

Ólafur Helgi Móberg, fyrir að láta ekki fordóma hindra sig í lífi og starfi.  
Ólafur Ólafsson, fyrir að helga líf sitt íþróttum fatlaðs fólks.
Snorri Már Snorrason, fyrir verkefnið „Þín hreyfing – þinn styrkur“.

Í flokki fyrirtækis/stofnunar:

Greiningar- og ráðgjafarstöðin, fyrir ritun bókarinnar „Litróf Einhverfunnar“.
Háskóli Íslands, fyrir starfstengt diplómanám fólks með þroskahömlun.
Vin athvarf, fyrir rekstur athvarfs fyrir fólk með geðraskanir.

Í flokki umfjöllunar/kynningar:

Arnar Helgi Lárusson, fyrir frumkvæði að átakinu „Aðgengi skiptir máli“.
Borgarleikhúsið, fyrir að opna heim leikhússins fyrir fötluðu fólki.
Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Guðrún Hjartardóttir, fyrir erindi sitt „Af hverju er barnið mitt ekki úti að éta sand“.

Dómnefnd hefur hafið störf og Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2014 verða afhent við hátíðlega athöfn í Silfurbergi, Hörpu á alþjóðadegi fatlaðra 3. desember.

Tengill á verðlaunahafa síðastliðinna 7 ára.