Skip to main content
Frétt

Tilnefningar til Hvatningarverðlauna ÖBÍ urðu 150

By 23. nóvember 2012No Comments
Þrír eru tilnefndir í hverjum flokki en að baki 150 tilnefningum vorum um 50 nöfn.

Lokið hefur verið við úrvinnslu úr tilnefningum þetta árið, og hlutu eftirtaldir útnefningu, sjá lista yfir tilnefnda.

Dómnefnd vinnur nú að því að velja verðlaunahafana sjálfa í hverjum flokki, það er í flokki einstaklinga, flokki fyrirtækja/stofnana og flokknum umfjöllun/kynning.

Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa stuðlað að jafnrétti, sjálfstæðu lífi fatlaðs fólks og einu samfélagi fyrir alla. 

Mánudaginn 3. desember næstkomandi, á alþjóðlegum degi fatlaðs fólks, verða niðurstöður dómnenfndar kynntar og Hvatningarverðlaunin afhent, í Salnum í Kópavogi,  í sjötta sinn.

Sjá verðlaunahafar fyrri ára.