Skip to main content
Frétt

Tilraunaverkefni Blindrafélagsins í ferilfræðilegum aðgengismálum

By 17. febrúar 2012No Comments
Á stjórnafundi Blindrafélagsins var ákveðið að setja í gang tilraunverkefni í ferilfræðilegum aðgengismálum í eitt ár. Með því er ætlunin að vekja athygli á og leita eftir úrbótum í aðgengismálum blindra og sjónskertra. Rósa María Hjörvar hefur verð ráðin í hlutastarf sem verkefnastjóri.

Verkefnið byggir á þremur stoðum:

  1. Möguleikum og ábyrgð einstaklingsins,á að kynna blindum og sjónskertum þá möguleika sem þeir hafa til þess að hafa áhrif á eigin aðgengismál. Að halda utan um þarfir þeirra og koma kröfum til skila til réttra aðila.
  2. Möguleikum og ábyrgð samfélagsins, á að kynna þarfir blindra og sjónskertra í aðgengis málum fyrir almennum borgurum og benda á þau fjölmörgu tækifæri sem húseigendur og rekstraraðilar hafa til þess að bæta aðgengi.
  3. Möguleikar og ábyrgð hins opinbera, í að koma upp tengslum við rétta aðila á öllum þeim sviðum sem tengast aðgengi blindra og sjónskertra. Að upplýsa um þarfir þeirra og setja fram kröfur í því samhengi. Enn einnig benda á tækifæri og reyna að bæta vinnuferli hins opinbera í allri ákvörðunartöku sem snýr að málaflokknum.

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Blindrafélagsins, blind.is