Skip to main content
Frétt

Tímabundin greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafa

By 18. maí 2009No Comments
Ný lög um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafa tóku gildi þann 15. maí síðastliðinn.

Á heimasíðu Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna, spurt og svarað, má finna ítarlegar upplýsingar um hvað þarf að gera til að sækja um og hverjir eiga þennan rétt.

Með nýsamþykktum lögum um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna getur eigandi íbúðarhúsnæðis leitað eftir greiðsluaðlögun vegna þeirra skulda sem hvíla á húsnæðinu og getur hún staðið í allt að fimm ár. Sé slík beiðni samþykkt greiðir hann þær afborganir sem talið er að hann geti staðið straum af, en frestað er greiðslu þess hluta skuldbindinga sem eftir eru svo lengi sem greiðsluaðlögunin varir. Fastar mánaðargreiðslur eru þó aldrei lægri en sem svarar til hæfilegrar húsaleigu á almennum markaði fyrir þá fasteign sem um ræðir.

Tengill á spurt og svarað um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafa á heimasíðu Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna