Skip to main content
Frétt

Tímamótasamningur við vinnustaði fatlaðra.

By 21. desember 2006No Comments
Í gær var gengið frá samningum sem eiga að gilda fyrir fatlaða á um tíu vinnustöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Samsvarandi samningar hafa verið gerðir á Akureyri og Akranesi en þarna er verið að festa í sessi yfirlýsingu frá maí á þessu ári sem að gerð var milli Alþýðusambands Íslands og Hlutverks – samtaka um vinnu og verkþjálfun – um kjör og réttindi fatlaðra starfsmanna á vinnustöðum fatlaðra.

Samningur þessi mun taka gildi frá og með næstu áramótum og var í gær formlega gengið frá undirskrift við tvo af þessum vinnustöðum, þ.e. vinnustaði ÖBÍ og Örva.