Skip to main content
Frétt

TÍT hljóðbók og 17.000 Daisy hljóðbækur

By 24. mars 2009No Comments
Blindrabókasafn Íslands (BBÍ) hefur nú framleitt fyrstu TÍT hljóðbók safnsins. TÍT hljóðbækur eru stórt framfaraskref fyrir lesblinda og sjónskerta nemendur á Íslandi. BBÍ hefur gert samning við Danmarks Blindebibliotekum (DBB) um afnot af 17.000 Daisy hljóðbókum.

TÍT stendur fyrir Texti Í Tal sem er íslensk þýðing á TTS (Text to Speech). Þá er talgervill notaður til upplestursins í stað lesara af holdi og blóði.

Það sem gefur TÍT hljóðbók sérstakt notagildi er að texti bókarinnar fylgir með á tölvutæku formi og má birta á tölvuskjá samhliða því sem hljóðið er spilað. Lesandinn getur því fylgst með textanum um leið og hann er lesinn, leitarmöguleikar eru fjölbreytilegir, hægt er að setja inn bókamerki og taka glósur úr textanum svo eitthvað sé nefnt. Sjá greinina í heild sinni á heimasíðu Blindrabókasafnsins.

17.000 Daisy hljóðbækur

Blindrabókasafnið og Danmarks Blindebibliotek hafa gert samning um að lánþegar hjá BBÍ geti gerst lánþegar hjá DBB. Þessi samningur hefur mikla kosti í för með sér, þar sem DBB er með stóran vef, þar sem hægt er að hala niður bókum af E17 vef þeirra.

DBB á núna, um það bil 17.000 Daisy hljóðbækur, sem nú býðst að fá lánað. Fylla þarf út sérstakt eyðublað til að fá aðgang. Sjá greinina í heild sinni á heimasíðu Blindrabókasafnsins.