Skip to main content
Frétt

TR mun greiða fyrir táknmálstúlkun

By 19. nóvember 2010No Comments
Samkvæmt bókun stjórnar og forstjóra TR 19. nóvember 2010.  Bókunin hljóðar þannig: 
Tryggingastofnun leggur áherslu á að tryggja jafnræði þeirra sem þurfa á þjónustu stofnunarinnar að halda. Stofnunin hefur leitast við að sinna upplýsinga- og leiðbeiningarhlutverki sínu með öflugri heimasíðu þar sem m.a. eru upplýsingar á táknmáli.
 

Tryggingastofnun telur hins vegar að skýra þurfi betur almenna framkvæmd á greiðslum fyrir túlkaþjónustu heyrnarlausra og heyrnarskertra hjá opinberum stofnunum.

Stjórn Tryggingastofnunar mun beita sér fyrir því að fyrirkomulagi greiðslna vegna túlkaþjónustu verði breytt og því komið í faglegri farveg.

Þar til nýrri skipan verður komið á mun Tryggingastofnun almennt greiða fyrir táknmálstúlkun fyrir viðskiptavini sína.

Ákvörðun Félags heyrnarlausra um að kæra TR virðist því hafa borið árangur. Sjá einnig frétt Stöðvar 2 frá 16. nóvember sl.