Skip to main content
Frétt

TR sendir ítrekunarbréf

By 29. mars 2010No Comments
Um er að ræða 2.600 bréf til lífeyrisþega sem eru í vanskilum með kröfur vegna ofgreiddra bóta.

Annars vegar er um að ræða ítrekunarbréf tæplega 1.250 talsins og hins vegar innheimtuviðvörunsem eru um 1.350. Allir hafa þessir aðilar áður fengið send innheimtubréf og kröfuyfirlit auk ítrekunarbréfs í sumum tilfellum. Með ítrekun er fólk hvatt til viðbragða svo komist verði hjá frekari innheimtuaðgerðum.

Semja má um greiðslur

Í frétt TR segir að þeir sem ekki treysta sér til þess að greiða skuldina í einu lagi geti óskað eftir samningi um aðra endurgreiðslu. Með hliðsjón af fjárhagslegum aðstæðum greiðenda eru beiðnirnar afgreiddar og í mörgum tilfellum samþykktar.

Hvernig hafa má samband við TR?

Eftirfarandi þjónustuleiðir TR eru í boði:

  • senda tölvupóst á netfangið tr@tr.is
  • eiga netsamtal við þjónusturáðgjafa í gegnum hlekk á forsíðu tr.is.
  • þjónustuvefurinn www.tryggur.is, er aðgengilegur með kennitölu og veflykli skattsins.
  • gjaldfrjálst númer 800-6044
  • sími Tryggingastofnunar er 560-4400
  • sími Þjónustumiðstöðvar 560-4460 .
  • Umboðsmenn Tryggingastofnunar eru um land allt.

Þjónustumiðstöð að Laugvegi 114 er opin kl.8:30-15:30