Skip to main content
Frétt

Tryggingarstofnun ber að greiða kæranda umönnunarbætur

By 13. apríl 2012No Comments

segir í úrskurði Úrskurðarnefndar almannatrygginga. TR hafði synjað A (kæranda) um greiðslu umönnunarbóta þar sem A væri í skóla og yrði því ekki fyrir tekjumissi.

Forsaga málsins er að A varð fyrir talsverðu tekjutapi þegar A þurfti að taka að sé heimilishald og umönnun móður í kjölfar alvarlegra veikinda hennar.  A hafði stundað fullt nám og verið í 30% starfi með námi sem A þurfti að hætta. Einnig hafði A stundað 100% starf, yfir sumartímann, en eftir að hún tók að sér umönnunina gat hún eingöngu stundað 80% starf um sumarið.

Samkvæmt viðmiðunarrelgum Tryggingarstofnunar mat stofnunin það svo að A gæti ekki talist uppfylla skilyrði reglugerðar um tekjutap eða tekjumissi.

Úrskurðarnefnd almannatrygginga kemst hinsvegar að þeirri niðurstöðu að fullt nám jafngildi 100% starfi en auk þess hafi A stunda 30% vinnu meðfram námi áður en til umönnunar og heimilishalds fyrir móður kom til. Þykir úrskurðarnefnd nægilega sýnt fram á í gögnum málsins að A hafi orðið fyrir tekutapi.

Bendir úrskurðarnefndin á að viðmiðunarregla TR hafi hvorki stoð í lögum nr. 99/2007 né reglugerð nr. 407/2002 en þar er hvergi að finna ákvæði þess efnis að einstaklingur geti ekki orðið fyrir tekjutapi eða tekjumissi ef þeirri ástæðu að hann sé auk þess í fullu námi.

Í loka orðum úrskurðarnefndaralmannatrygginga segir:

„Ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins er hafnað. Tryggingastofnun ríkisins ber að greiða kæranda umönnunarbætur, sbr. ákvæði  5. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð. Málinu er heimvísað  til ákvörðunar á tímalengd greiðslna og fjárhæð umönnunarbóta.“

Mál þetta var unnið af félagsráðgjafa ÖBÍ, Sigríð H. Ingólfsdóttur fyrir hönd A, kæranda.