Skip to main content
Frétt

Tryggingastofnun gert að greiða 4 ár afturvirkt ekki 2 ár

By 11. mars 2013No Comments

Í niðurstöðu Úrskurðarnefndra almannatrygginga segir að öllum gögnum var skilað inn með umsókn í upphafi, en mistök gerð hjá TR því beri að greiða afturvirkt fyrir öll árin ekki bara 2 ár.

Kona með 75% örorku sótti um örorkulífeyri til Tryggingastofnun ríkisins (TR) í ágúst 2007. TR mat greiðsluhlutfall örorkulífeyris og tengdra greiðsla 31,46% vegna langrar dvalar konunnar erlendis, ætti hún ekki meiri rétt. Hún leitaði ráðgjafar varðandi rétt sinn haustið 2011. Ráðgjafinn í umboði konunnar gerði athugasemdir um rangar forsendurí bréfi til Tryggingastofnunar. Hjá TR var staðfest að greiðsluhlutfallið ætti að vera 61,04% en ekki 31.46%. Leiðrétting var því gerð tvö ár aftur í tímann hjá TR fyrir árin 2009-2011.

Ráðgjafinn kærði niðurstöðu TR til úrskurðarnefnda almannatrygginga á þeim forsendum að konunni bæru greiðslur allt frá árinu 2007. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að allar upplýsingar og gögn væru réttar frá konunnar hálfu og benti á að TR bæri að sannreyna upplýsingar og til þess hefði TR meðal annars aðgang að þjóðskrá.

Vitnar úrskurðarnefnd í 2. mgr.53. gr. laga nr. 100/2007 niðurstöðu sinni til stuðnings þar sem segir að „… bætur skulu ekki ákvarðaðar lengra aftur í tímann en tvö ár frá því að umsókn og önnur gögn sem nauðsynleg eru til að unnt sé að taka ákvörðun um bótarétt og fjárhæð bóta berst stofnuninni.“ (feitletrun ÖBÍ)
 
Allar þessar upplýsingar höfðu borist TR í ágúst 2007. Því bæri TR að greiða konunni ekki eingöngu tvö ár aftur í tímann heldur allt frá því að stofnunin hóf greiðslur til hennar 2007.

Tengill á úrskurð ÚRAL