Skip to main content
Frétt

Tryggur nýr þjónustuvefur TR

By 27. ágúst 2008No Comments
Nýr þjónustuvefur Tryggur, fyrir viðskiptavini Tryggingastofnunar ríkisins, var opnaður í gær. Tryggur er þjónustuvefur fyrir viðskiptavini TR, byggður á sömu hugmynd og netbankar, skattur o.fl. Til að byrja með munu viðskiptavinir geta skoðað greiðsluseðla/yfirlit, skoðað og breytt tekjuáætlunum og gert bráðabirgðaútreikninga. Stefnt er að því að nær öll þjónusta verði rafræn á komandi misserum.

Hvernig er farið á vefinn?
Hægt er að fara inn á www.tryggur.is skrá sig inn með því að smella á innskráning, slá inn kennitölu og veflykli ríkisskattstjóra (RSK) og þar með er einstaklingurinn kominn inn á sitt heimasvæði.

Einnig er hægt að fara inn á www.tr.is og smella þar á borða merktan Tryggur, og skrá sig inn eins og áður var lýst.

Hver leiðbeinir í fyrstu?
Ráðgjafar TR um allt land er boðnir og búnir að leiða fólk áfram á skrifstofutíma 8.30-15.30.
  • Grænt símanúmer TR (ókeypis) er 800-6044
  • Þjónustuver TR sími 560-4460
  • netsamtal gegnum www.tr.is eða með tölvupósti á tr@tr.is