Skip to main content
Frétt

Tveir vefir vottaðir með aðgengi 1 og 2

By 25. mars 2009No Comments
SJÁ ehf og Öryrkjabandalag Íslands hafa nýverið vottað vefi Blindrafélagsins, www.blind.is, og Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, www.midstod.is .

Vottun vefráðgjafarfyrirtækisins SJÁ ehf byggist á gátlistanum WAI (Web Accessibility Initiative). Í samvinnu við ÖBÍ hefur SJÁ ehf sniðið listann að íslenskum aðstæðum og hann verið prófaður af notendum með margs konar fötlun.

Blindrafélaginu og Þjónustu- og þekkingarmistöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga er óskað til hamingju með þetta góða framtak.