Skip to main content
Frétt

Tvö ný aðildarfélög í ÖBÍ

By 23. nóvember 2012No Comments
CCU samtökin og ME félag Íslands

Á aðalfundi Öryrkjabandalagsins sem haldin var 20. október og framhaldaaðalfundi 7. nóvember,
var samþykkt innganga tveggja nýrra félaga í bandalagið, þau eru:

CCU samtökin, sem voru stofnuð í október 1995 og eru hagsmunasamtök sjúklinga
með Crohn’s (svæðisgarnabólgu) og Colitis (sáraristilbólgu).

Stjórn CCU samtakann skipa:

 • Edda Svavarsdóttir formaður.
 • Hronn Petersen gjaldkeri.
 • Þuríður Rúri Valgeirsdóttir ritari.
 • Berglind Beinteinsdóttir meðstjórnandi og vefstjóri.
 • Varamenn: Hrefna B. Jóhannsdóttir og Björn Hermannsson.

ME félag Íslands, sem var stofnað í mars 2011 og eru hagsmunafélag sjúklinga sem haldnir eru ME
sjúkdómnum. ME er skammstöfun á Myalgic Encephalomyelitis en ,,myalgic“ stendur fyrir vöðvaverki
og ,,encephalomyelitis“ fyrir bólgur i heila eða mænu.

Stjórn ME félagsins skipa:

 • Jóhanna Sól Haraldsdóttir, formaður
 • Benedikt Birgisson, varaformaður
 • Eyrún Sigrúnardóttir, gjaldkeri
 • Anna Dóra Valsdóttir, ritari
 • Gísli Þráinsson, meðstjórnandi
 • Varamenn: lngibjorg Hlíðkvist lngadóttir og Nanna Guðrún Yngvadóttir.

Þau eru boðin hjartanlega velkomin í hóp aðildarfélaga ÖBÍ