Skip to main content
Frétt

Um 86% sérfræðilækna hafa gengið að nýjum rammasamningi SÍ

By 16. janúar 2014No Comments

Ákveðinn hópur lækna hefur þó kosið að vera utan samnings. Í þeim hópi eru margir húð- og efnaskiptalæknar.  Aukagjald sem sjúklingar hafa þurft að greiða fellur því niður hjá 292 af 338 sérfræðilæknum.

Formaður samninganefndar sérfræðilækna segir að ákveðnir hópar lækna hafi ákveðið að standa utan hans.

Á Íslandi starfa 338 sérfæðilæknar. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands hafa 292, eða rúmlega 86 prósent þeirra, gengið að nýjum rammasamningi Sjúkratrygginga.

Engir samningar hafa verið við sérfræðilækna í tæp þrjú ár og svokallað einingaverð sem sérfræðingar vinna eftir hefur ekki hækkað í fimm ár. Læknarnir hafa lagt aukagjald á sjúklingana í næstum því þrjú ár. Með nýja samningnum hækkar einingaverðið og heimild til að leggja á aukagjald fellur niður. Nú gildir allt gjaldið í afsláttarkort en aukagjaldið hafði á síðast liðinum 3 árum laggst æ þyngra á þann sem leita læknaþjónustu.

Ákveðinn hópur lækna hefur þó kosið að vera utan samnings, t.d. hafa ekki margir húð- og efnaskiptalæknar gengið að honum. „Samningurinn er einfaldlega bara ekki nógu góður til þess að þessir læknar vilji ganga inn á hann sem er að mörgu leyti skiljanlegt.  Í samningsleysi undanfarinna ára hafa engar breytingar verið gerðar á gjaldskrám t.d. varðandi nýjungar. Það er verið að vinna í því máli núna…“ segir Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna meðal annars í frétt RÚV um málið.

Frétt RÚV í heild