Skip to main content
Frétt

Umsagnar óskað frá ÖBÍ vegna lagabreytinga varðandi lífeyrissjóði

By 18. mars 2010No Comments
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða hefur borist ÖBÍ.

Til ÖBÍ hefur borist frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Þskj. 332 — 288. mál. sem lagt var fram á Alþingi nýverið til umsagnar.

Mikilvægt er að frumvarpið sé yfirfarið og umsagnir berist Alþingi fyrir 1. apríl nk.  Vinna að umsögn er hafin á skrifstofu ÖBÍ.

Fulltrúar aðildarfélaga ÖBÍ eru hvattir til að kynna sér frumvarpið, sem og aðrir áhugamenn um málaflokkin og senda ábendingar til Sigríðar Hönnu Ingólfsdóttur, félagsráðgjafa ÖBÍ eða Guðmundar Magnússonar formanns ÖBÍ fyrir 29. mars nk.