Skip to main content
Frétt

Umsögn ÖBÍ um fjárlög 2011 og ráðstafanir í ríkisfjármálum

By 3. desember 2010No Comments
Í ítarlegri umsögn Öryrkjabandalags Íslands segir eftirfarandi í lokaorðum:

Staða lífeyrisþega hefur versnað í kreppunni. Frá því í janúar 2009 hafa umtalsverðar tekjuskerðingar átt sér stað í almannatryggingakerfinu. Breytingar hafa verið gerðar á lögum og reglugerðum sem hefur komið illa niður á öryrkjum og sjúklingum. Fólk nær ekki að framfleyta sér á lágum bótum, á sama tíma og útgjöld hafa aukist í heilbrigðiskerfinu.

Fjárlagafrumvarpið sem nú liggur fyrir er mikið reiðarslag fyrir lífeyrisþega þar sem gert er ráð fyrir enn meiri skerðingum en orðið er. Ekki er gert ráð fyrir neinum leiðréttingum á kjörum öryrkja, hvorki á framfærslunni né á þeim aukakostnaði sem margir öryrkjar, fatlaðir og langveikir búa við. Öryrkjar sem bjuggu við kröpp kjör í góðærinu, eiga mjög erfitt með að takast á við kreppu og kjaraskerðingar. Það er greinilegt að stjórnvöld skortir heildarsýn og skilning á aðstæðum öryrkja.

ÖBÍ mótmælir harðlega skerðingum á kjörum öryrkja og fer fram á það við stjórnvöld að gerðar verði tafarlausar breytingar á fjárlagafrumvarpinu til hagsbóta fyrir þá sem þurfa á velferðarkerfinu að halda.

Umsögnin í heild.