Skip to main content
Frétt

Umsögn ÖBÍ um frumvarp um málefni fatlaðra

By 6. desember 2010No Comments
Öryrkjabandalag Íslands hefur sent nefndasviði Alþingis umsögn sína um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, með síðari breytingum.

ÖBÍ gerir athugasemdir við fjölda atriða meðal annars,

  • er kallað eftir því að í lögunum verði gert ráð fyrir samráði við hagsmunasamtök
  • réttindagæsla sé með sóma
  • eftirlit sé með gæðum þjónustu til fatlaðra
  • ráð sé gert fyrir lengdri viðveru fyrir fatlaða einstaklinga á gunn- og framhaldsskólaaldri
  • lögfest verði að fjármagn fylgi einstaklingum
  • tryggt verði að notendastýrð perónuleg aðstoð (NPA) valdi ekki kostnaði hjá þeim fatlaða, komi til að kostnaður sé vanmetinn
  • kærufrestur verði settur um ákvarðanir um þjónust
  • ferðaþjónusta verði samræmd svo tryggt sé að notendur geti ferðast milli sveitarfélaga
  • ÖBÍ skipi hið minnsta tvo fulltrúa í samráðsnefnd

Fleir atriði eru talin upp og áhersla lögð á að;

„… til að yfirfærslan geti farið fram svo sómi sé að verði lagaumhverfi að vera komið á hreint. Íslendingar skrifuðu undir Samning Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fólks með fötlun 30. mars 2007 og ætti að vera búið að innleiða samninginn nú þegar. Ljóst er að endurskoðun þeirra laga sem hér eru til umfjöllunar var framkvæmd til að hægt væri að færa málefni fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga, það er að færa málaflokkinn á milli stjórnsýslustiga. Ekki er um heildarendurskoðun að ræða og Samningur SÞ er ekki hafður að leiðarljósi. Hefja þarf því tafarlaust vinnu við að semja ný lög um réttindi fatlaðs fólks sem byggja meðal annars á þörfum einstaklingsins og rétti hans til fullrar samfélagsþátttöku.“

Umsögn ÖBÍ í heild