Skip to main content
Frétt

Umsögn ÖBÍ vegna frumvarps um lífeyrissjóði

By 14. apríl 2010No Comments
send nefndasviði Alþingis

ÖBÍ hefur skilað umsögn til nefndasviðs Alþingis varðandi frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, með síðari breytingum.

Í umsögn ÖBÍ kemur fram sú skoðun að frumvarpið feli í sér jákvæðar breytingar á lögunum sem mun auka lýðræði og gegnsæi hjá lífeyrissjóðum landsins. Síðan segir, ÖBÍ hefur alvarlegar athugasemdir við aðrar greinar í lögunum sem ekki koma fram í  frumvarpinu. Skal hér stiklað á stóru úr umsögn ÖBÍ:

Sett verði úrskurðarnefnd í stað gerðardóms

ÖBÍ hefur mörg dæmi um að kostnaður vegna gerðardóms sé öryrkjum ofviða. Upplýsingar frá Fjármálaeftirlitinu til ÖBÍ benda til þess að sú reynslasem ÖBÍ hefur á málum sé rétt. Því að á síðastliðnum 12 árum hafa eingöngu komið upp 8 tilvik þar sem  Fjármálaeftirlitið hefur skipað oddamann í gerðardóm.  Leggur ÖBÍ mikla áherslu á að fyrirkomulagi við endurskoðun ákvarðana verði breytt og að komið verði á fót úrskurðarnefnd á stjórnsýslustigi í stað gerðardóms.

Lífeyrissjóðir starfi samkvæmt stjórnsýslulögum 

Sumir lífeyrissjóðir hafa nýverið tekið upp í samþykktir sínar að meðferð mála fari eftir stjórnsýslulögum. ÖBÍ telur mikilvægt að tekið verði af skarið  í lögum um að allar ákvarðanir sem varða ákvörðun lífeyrisréttinda skuli fara eftir stjórnsýslulögum.

Ákvæði um örorkumat og endurmat verði gegnsæ

ÖBÍ telur mjög brýnt að í lögin sé sett inn ákvæði um nánari útfærslu á framkvæmd örorkumats til að tryggja gegnsæi við gerð þeirra. Núna er ekki nægjanlega ljóst á grundvelli hvers örorkumat er unnið.

Komið verði í veg fyrir víxlverkun 

ÖBÍ telur það mjög brýnt að setja ákvæði í lögin sem koma í veg fyrir víxlverkun á milli örorkugreiðslna lífeyrissjóðanna og örorkubóta almannatrygginga.

Siðareglur og túlkaþjónusta

Skylt verði að lífeyrissjóðir setja sér siðareglur og veiti túlkaþjónustu þegar það á við

Umsögn ÖBÍ í heild. (word-skjal 690 kb)