Skip to main content
Frétt

Umsókn um fjárstyrk í FAÐM til 10. september

By 2. september 2010No Comments
Faðmur styrkir foreldra með börn undir 18 ára aldri, sem fengið hafa heilaslag …

Faðmur er sérstakur sjóður er styrkir foreldra sem fengið hafa heilablóðfall/heilaslag og eru með börn 18 ára og yngri á framfæri.

Úthlutun úr styrktarsjóðnum Faðmi
Faðmur styrkir foreldra sem fengið hafa heilaslag og eru með börn 18 ára og yngri á sínu framfæri. Sjóðurinn er ekki framfærslusjóður heldur ætlað að mæta þekktum og óvæntum útgjöldum er snúa að börnum á heimili þess sem fyrir sjúkdómnum verður.

Skiladagar umsókna:  10. maí, 10. september og 10. desember ár hvert.
Úthlutun:                     15. maí, 15. september og 15 desember.

Umsóknareyðublað  (Fyllið það út og sendið á Faðm, Pósthólf 475 121 Reykjavík.)

Nánari upplýsingar veita Kristín Stefánsdóttir, gjaldkeri Faðms í síma 893 4565 og Birgir Henningsson, stjórnarmaður Faðms í síma 821 5174.

Með allar umsóknir er farið sem trúnaðarmál.

Hægt er að styrkja Faðm með því að leggja inna á bók nr. 0101-05-290900 Kt. 611294-2209