Skip to main content
Frétt

Umsóknarfrestur um styrki til 15. maí!

By 7. maí 2010No Comments
Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur veitir líkt og undanfarin ár styrki til niðurgreiðslu skóla- og annarra námskeiðsgjalda til öryrkja.

Nú fer hver að verða síðastur að skila inn umsókn um styrk úr Námssjóði SJ þetta árið en umsóknarfrestur er til 15. maí. Nánari upplýsingar veitir starfsmaður sjóðsins Guðríður Ólafsdóttir um tölvupóstfang gudridur(@)obi.is

Líkt og fyrri á fer úthlutun síðan fram 11. júní á afmælisdegi Sigríðar, eða annan dag í námunda við hann.

Um 40-50 manns hafa fengið styrki úr sjóðnum árlega, uppæð á bilinu 20.000-50.000 krónur.