Skip to main content
Frétt

Ungir stamarar óskast í júlí 2014

By 21. janúar 2014No Comments

Málbjörg – félag um stam á Íslandi auglýsir eftir ungi fólki sem stamar til þátttöku í  æskulýðsfundi um málefni stams dagana 19. til 25. júlí 2014 í bænum Loosbroek í Holllandi.

Evrópusamtök fólks sem stamar stendur fyrir æskulýðsfundinum og er tilgangur fundsins að koma evrópskum ungmennum af ólíkum þjóðernum saman og auka félagsfærni þeirra og hæfni með fyrirlestrum og málstofum.  Einnig er rík áhersla lögð á samveru og afþreyingu fyrir þátttakendur til að mynda langvarandi tengslanet við aðra sem stama.

Málbjörg tilnefnir fjögur íslensk ungmenni sem stama og er eina krafan að viðkomandi sé orðinn 18 ára og ekki eldri en 27 ára á meðan æskulýðsfundinum stendur og meðlimur Málbjargar (hægt er að skrá sig í félagið við umsókn). Málbjörg greiðir fullt þátttökugjald þátttakenda sem felur í sér fullt fæði, gistingu og ráðstefnugjaldi í 6 daga og er einnig bent á að þátttakendur fá ferðakostnað endurgreiddann að hluta.

Áhugasamir er beðnir að senda tölvupóst sem allra fyrst á malbjorg@gmail.com

Stjórn Málbjargar – félag um stam á Íslandi