Skip to main content
Frétt

Uppbót á lífeyri vegna lyfjakostnaðar ekki lengur talin til tekna

By 18. júní 2010No Comments
Lágmarksframfærslutrygging mun þar með ekki skerðast. Á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðherra, kemur fram að Árni Páll Árnason ráðherra, hafi ákveðið að hætt verði að telja uppbót á lífeyri vegna lyfjakostnaðar til tekna við útreikninga á rétti fólks til lágmarksframfærslutryggingar.
  • Uppbótargreiðslur sem einstaklingar fá til að standa straum af lyfjakostnaði munu því ekki leiða til þess að lágmarksframfærslutrygging þeirra lækki. Um 560 einstaklingar munu hafa hag af þessari breytingu.
  • Árni Páll segir að ábendingar Öryrkjabandalags Íslands um þörf fyrir þessa breytingu hafi verið réttmætar.
  • Tryggingastofnun ríkisins hefur verið upplýst um breytinguna sem tekur þegar gildi.