Skip to main content
Frétt

Uppfært neysluviðmið fyrir íslensk heimili

By 3. júlí 2012No Comments

Endurskoðun og breytingar, tvö neysluviðmið í stað þriggja áður.

Á heimasíðu velferðarráðuneytisins hafa nú verið birt endurskoðuð og uppfærð neysluviðmið í samræmi við nýjustu rannsóknir Hagstofu Íslands á útgjöldum heimilanna. Viðmiðin verða framvegis uppfærð árlega.

Neysluviðmið nú tvö í stað þriggja

Upphaflega voru kynnt þrenns konar viðmið um neyslu fólks en nú hefur verið ákveðið að viðmiðin sem ráðuneytið gefur út verði tvö, þ.e. annars vegar grunnviðmið sem gefa vísbendingar um hvað fólk þarf að lágmarki til að framfleyta sér og dæmigerð viðmið sem ætlað er að endurspegla og gefa sem heildstæðasta mynd af dæmigerðum útgjöldum íslenskra heimila. Í dæmigerðu viðmiðunum er miðað við miðgildi útgjalda þannig að helmingur heimilanna er með lægri útgjöld og hinn helmingurinn með hærri útgjöld. Hér er því hvorki um lágmarks- né lúxusviðmið að ræða.

Húsnæðiskostnaður og rekstur bifreiðar eru ekki inn í viðmiðunum

Líkt og áður er hvorki húsnæðiskostnaður né rekstur bíls inni í grunnviðmiðinu. Á vef Þjóðskrár Íslands, má finna annars vegar fasteignamat og hins vegar viðmiðunarleiguverð samkvæmt upplýsingum úr skráðum leigusamningum. Þá má reikna mánaðarlega greiðslubyrði lána á vef Íbúðalánasjóðs. Einni er á vef FÍB upplýsingar um kostnað við rekstur algengustu fjölskyldubifreiða.

Tengill á fréttina í heild á heimasíðu velferðarráðuneytisins