Skip to main content
Frétt

Upptökur frá málþinginu Sveitarfélög og fatlaðir íbúar

By 21. febrúar 2014No Comments

Komnar á heimasíðu ÖBÍ. Einnig er þar samantekt niðurstaðan og glærur fyrirlesara.

ÖBÍ, Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum og Félag um fötlunarrannsóknir héldu sitt þriðja af fjórum málþingum sem þann 7. febrúar sem fjallaði um Sveitarfélög og fatlaða íbúa þess.  Á málþinginu voru kynntar niðurstöður úr nýrri rannsókn sem Félagsvísindasvið Háskóla Íslands, Rannsóknasetur í fötlunarfræðum gerðu að beiðni ÖBÍ, „Fatlað fólk og öryrkjar sem íbúar sveitarfélaga“. 

Upptökur og glærur frá málþinginu

Meðal annarra niðurstaðna mátti sjá að:

  • Íslendingar reynast neikvæðari gagnvart atvinnuþátttöku fólks með geðsjúkdóma eða þroskahömlun heldur en þátttöku blindra, heyrnarlausra eða hreyfihamlaðs fólks.
  • Aðeins um 20% fatlaðs fólks nýtur þjónustu frá sveitarfélögunum, 78% segist ekki fá þjónustu, þar af töldu 40% sig þurfa á slíkri þjónustu að halda.
  • Um helmingur á erfitt með að ná endum sama.
  • Um helmingur fatlaðs fólks er ekki í neinni virkni að deginum til.

Samantekt megin niðurstaðna rannsóknarinnar „Fatlað fólk og öryrkjar sem íbúar sveitarfélaga“ (PDF skjal) (jan. 2014)

ATH!  Vinsmalega hafið í huga að um samantekt meigin niðurstaðna er að ræða. Skýrslan í endanlegu formi er væntanleg fljótlega með ítarlegri útreikningum og upplýsingum, tölur sem þarna eru gætu hnikast eitthvað smávægilega til.

Fjórða og síðast málþingið mun fjalla um „Fötlun og menningu“ og verður haldi í Hörpu 28. mars, kl. 9.00-16.30 næstkomandi. Aðalfyrirlesari þar verður prófessor, Rosmarie Garland-Thomson.

Dagskrá og skráningarform væntanleg.t   – Takið daginn frá!