Skip to main content
Frétt

Út er komin, BÓKIN UM EINHVERFU, spurt og svarað

By 29. apríl 2008No Comments
Umsjónarfélag einhverfra gefur bókina út í tilefni af 30 ára afmæli félagsins.

Vel hefur verið vandað til útgáfu þessarrar bókar. „BÓKIN UM EINHVERFU, spurt og svarað“, er þýðing og staðfæring á bókinni The Autism Book: Answers to Your Most Pressing Questions eftir Jhoanna Robledo og Dawn Ham-Kucharski, en Jhoanna hefur skrifað mikið um heilbrigðismál en Dawn er móðir einhverfs barns.

Um þýðingu og staðfæringur sáu Eiríkur Þorláksson, sem er foreldri einhverfrar stúlku og fyrrverandi formaður Umsjónarfélags einhverfra og Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðingur á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins.

Í staðfæringu bókarinnar er fjallað um íslenska lagaumgerð, þjónustuaðila á íslandi og íslenskt skólakerfi svo fátt eitt sé nefnt.

Grænahúsið sér um útgáfu, dreifingu og sölu á bókinni. Bókin er komin í allar helstu bókabúðir á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, Ísafirði, Akranesi og Keflavík.

Styrktaraðilar Umsjónarfélaga einhverfra við gerð bókarinnar voru Glitnir, Lionsklúbburinn Týr, Öryrkjabandalag Íslands, Fjármálaráðuneytið og Þýðingarsjóður.